Neytendasamtökunum hafa að undanförnu borist þó nokkur fjöldi fyrirspurna og kvartana vegna verðmerkinga á varningi seldum í flugvélum flugfélagsins WOW air. Fyrirspurnir þessar snúast fyrst og fremst um það hvort leyfilegt sé að verðmerkja vörur í erlendri mynt, og hafa verð í íslenskum krónum eingöngu til viðmiðunar.
Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar.
Stjórn Neytendasamtakanna hefur samþykkt svohljóðandi ályktun:
Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að í umfjöllun um hugsanlega sameiningu Wow og Icelandair verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Tryggja verði virka samkeppni í flugsamgöngum neytendum til hagsbóta.
Almenningur í landinu á mikið undir því að virk samkeppni ríki í flugsamgöngum. Þá beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim tilmælum til stjórnar Icelandair Group að velta ekki kostnaði á herðar neytenda með hækkun farmiðaverðs. Neytendasamtökin munu fylgjast náið með framvindu þessa máls.
Leigutaki leitaði til nefndarinnar og krafðist viðurkenningu á því að leigusala hafi verið óheimilt að ganga að bankaábyrgð, sem hann lagði til grundvallar við upphaf leigutíma.
Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist viðurkenningar á því að honum hafi verið heimilt að halda eftir tryggingafé vegna vangoldinnar húsaleigu annars vegar og hins vegar að viðurkennt yrði að leigusamningur hans og leigjanda hafi verið framlengdur munnlega til 15. mars 2015.
Leigutaki leitaði til kærunefndar húsamála þar sem hann taldi sig eiga rétt á lengri uppsagnarfresti en leigusali hugðist veita honum. Leigusali hafði selt húsnæðið og taldi sig hafa gert leigutaka þann greiða að leyfa honum að búa í húsnæðinu þangað til það yrði afhent.
Að loknum leigutíma hélt leigusali eftir hluta tryggingarfjár þar sem stólar og borð, sem voru til staðar við upphaf leigutíma og tilheyrðu leigusala, voru horfin auk þess sem þrifum á húsnæðinu við lok leigutíma var ábótavant.
Leigutaki fór fram á það við leigusala að fá að að flytja úr leiguhúsnæði áður en húsaleigusamningi var lokið, þar sem hann hafði fundið aðra og hentugri íbúð. Leigusali samþykkti það að því gefnu að nýr leigusali flytti inn, svo hann yrði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni.
Leigusali hélt eftir tryggingarfé þar sem hann taldi ástandi húsnæðis vera ábótavant við lok leigutíma. Leigutaki taldi sig eiga rétt á endurgreiðslu tryggingarfjár þar sem hann hafi ekki valdið neinum skemmdum á leiguhúsnæðinu.
Leigutaki krafðist þess að fá bætur vegna tjóns af völdum meints athafnaleysis leigusala vegna myglusvepps og afslátt af leiguverði af sömu ástæðu. Eftir að leigutaki hafði fundið myglulykt var farið í rannsóknir á íbúðinni og kom í ljós að leki var í lögnum húsnæðisins.
Leigutaki tók húsnæði á leigu 30. október 2014 á grundvelli tímabundins leigusamnings en tók strax eftir vatnstjóni á veggjum sem leigusali sagði að ekki væri hægt að lagfæra fyrr en um vorið.
Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusala yrði gert að skila tryggingarfé sem leigjandi hafði afhent í upphafi leigutíma. Um var að ræða tímabundinn leigusamning frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015 en leigjandi flutti út með þriggja daga fyrirvara þann 28. ágúst 2014.