Álit kærunefndar húsamála

Hér er að finna reifanir á álitum kærunefndar húsamála. Reifuð eru þau mál sem nefndin hefur tekið efnislega afstöðu til og varða íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers álits dregin fram. Að baki hverju málsnúmeri eru hins vegar hlekkir á álitin sjálf og vilji fólk vísa í álitin í ágreiningsmálum eða nýta þau sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa álitin í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning frá 1. janúar til 1. júní, en virðast þó hafa samið um að samningnum lyki 1. maí. Íbúðinni var þó ekki skilað fyrr en 4. maí.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

41

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar því hann taldi að leigusala hefði verið óheimilt að ganga að bankaábyrgð.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

39

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar eftir lok leigusamnings og krafðist þess að leigusali endurgreiddi fyrirframgreidda leigu og tryggingarfé, en leigusali hafði krafið hann um bætur vegna þrifa, hillna í ísskáp, eldavélar og viftu, samtals að upphæð 98.700 kr.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

36

Tag: : 

Leigjandi hélt því fram að leigusamningur hefði verið ólöglegur. Þannig hafi verið tekið fram í samningnum að honum mætti ekki þinglýsa, en þar með gat leigjandi ekki sótt um húsaleigubætur, og að leigan yrði ekki gefin upp til skatts.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

28

Tag: : 

Samið hafði verið um að leigjandi tæki að sér ákveðnar endurbætur á leiguíbúð. Ágreiningur var milli leigjanda og leigusala um hvernig gera skyldi upp kostnað vegna framkvæmdanna.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

27

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar vegna ágreinings um tryggingarfé. Hann hafði haft íbúðina á leigu í sextán mánuði en við lok leigutíma tók leigjandinn kostnað við málun íbúðarinnar, þrif og leigu vegna fjögurra daga sem það tók að mála íbúðina.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

14

Tag: : 

Hinn 3. desember 2012 tók maður á leigu herbergi og flutti inn í það samdægurs.

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

09

Tag: : 

 

Ár álits: 

2013

Númer álits: 

02

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusali skilaði tryggingarvíxli enda taldi hann sig ekki skulda neitt. Atvik voru þau að aðilar gerðu eins árs samning (með þriggja mánaða uppsagnarfresti) frá 1. júní 2010 til 1. júní 2011.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

68

Tag: : 

Leigjendur kröfðust þess að fá tryggingarfé að upphæð 240.000 kr. endurgreitt, en nauðungarsala fór fram á eigninni áður en leigutíma lauk. Var þá gert samkomulag með leigjendum og leigusala um að leigjendur rýmdu eignina áður en hún yrði afhent nýjum eiganda.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

55

Pages