Álit kærunefndar húsamála

Hér er að finna reifanir á álitum kærunefndar húsamála. Reifuð eru þau mál sem nefndin hefur tekið efnislega afstöðu til og varða íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers álits dregin fram. Að baki hverju málsnúmeri eru hins vegar hlekkir á álitin sjálf og vilji fólk vísa í álitin í ágreiningsmálum eða nýta þau sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa álitin í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.

Tag: : 

Leigjandi rifti samningi eftir að hafa fengið vottorð heilbrigðiseftirlitsins um að húsnæðið væri óíbúðarhæft, en raki var í eigninni. Leigusali mótmælti riftuninni en sagðist eiga kröfu á leigjandann vegna lélegrar umgengni og þess að íbúðinni hefði verið skilað í slæmu ásigkomulagi.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

48

Tag: : 

Leigjandi krafðist þess fyrir nefndinni að fá endurgreidda fyrirframgreiðslu sem svaraði til tveggja mánaða húsaleigu. Atvik voru þau að 26. apríl höfðu aðilar gert leigusamning sem tók gildi 1. maí. Hinn 25.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

45

Tag: : 

Leigjandi fór fram á afslátt á leiguverði vegna bilunar í gólfhitakerfi en kerfið hafði verið bilað í þrjá mánuði og leiddi til þess að lítið var hægt að nýta stofuna í íbúðinni. Kærunefnd taldi sér ekki fært að meta hversu skert afnot leigjandans af íbúðinni hefðu verið vegna bilunarinnar.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

43

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og vildi að nefndin gæfi álit sitt á því hvort honum hefði verið heimilt að rifta ótímabundnum leigusamningi. Einnig fór leigjandinn fram á afslátt af leigugreiðslum og endurgreiðslu tryggingafjár.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

40

Tag: : 

Aðilar deildu um endurgreiðslu tryggingarfjár að upphæð 140.000 kr. Leigusamningurinn hafði verið ótímabundinn frá 1. ágúst 2011, og jafnframt kom fram í samningi að leigan skyldi haldast óbreytt út leigutímann. Í mars 2012 fékk leigjandinn þó tilkynningu um að leigan mundi hækka 1. ágúst.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

36

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér ótímabundinn leigusamning með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þeir sömdu svo um að leigjandinn mundi fara úr íbúðinni eftir tveggja mánaða uppsagnarfrest. Deilur aðila snerust um það að leigusali neitaði að endurgreiða tryggingarféð eftir að leigjandi var fluttur út.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

35

Tag: : 

Aðilar gerðu ótímabundinn leigusamning frá 15. desember 2011. Fljótlega eftir að samningurinn var gerður kom upp ágreiningur vegna greiðslu hita og rafmagns.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

34

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér tímabundinn leigusamning, en leigjandi gerði fljótlega athugasemdir við ástand húsnæðisins, t.d. að ekki hafi verið hægt að loka svalahurð og að gardínu hafi vantað fyrir svalahurðina sem hafi valdið ónæði o.s.frv.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

32

Tag: : 

Leigjandi leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigusala yrði gert að endurgreiða honum tryggingarfé að upphæð 50.000 kr. Aðila greindi verulega á um staðreyndir en hvorki hafði verið gerð úttekt á húsnæðinu við upphaf né lok leigutíma.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

25

Tag: : 

Aðilar höfðu gert ótímabundinn leigusamning. Eftir uppsögn samningsins var deilt um ýmis atriði. Leigjandinn hélt því meðal annars fram að samið hafi verið um að hann flytti úr íbúðinni þegar mánuður væri eftir af uppsagnarfresti og að honum bæri því ekki að greiða leigu fyrir þann mánuð.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

20

Pages