Álit kærunefndar húsamála

Hér er að finna reifanir á álitum kærunefndar húsamála. Reifuð eru þau mál sem nefndin hefur tekið efnislega afstöðu til og varða íbúðarhúsnæði. Einungis er stiklað á stóru og helstu atriði hvers álits dregin fram. Að baki hverju málsnúmeri eru hins vegar hlekkir á álitin sjálf og vilji fólk vísa í álitin í ágreiningsmálum eða nýta þau sem fordæmi er nauðsynlegt að lesa álitin í heild sinni. Að baki hverju atriðisorði (TAG) er að finna úrdrætti úr þeim málum þar sem það tiltekna atriði hefur komið til skoðunar.

Tag: : 

Ágreiningur var um hvort leigjanda hefði verið heimilt að rifta leigusamningi og eins um það hvort hann ætti rétt á að fá tryggingarfé endurgreitt. Atvik voru þau að vatnsrör sprakk um miðjan janúar 2011 og hinn 7.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

18

Tag: : 

Aðilar höfðu gert með sér eins árs leigusamning en eftir fimm mánaða leigutíma sömdu þeir um uppsögn samningsins.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

15

Tag: : 

Aðilar gerðu með sér eins árs samning, frá 1. júní 2011 til 1. júní 2012, en svo fór að leigjandinn flutti úr eigninni í október 2011.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

10

Tag: : 

Aðilar gerðu munnlegan (ótímabundinn) leigusamning í október 2011. Í lok febrúar 2012 sagði leigjandi leigunni upp með sms-skeyti og bauðst til þess að greiða leigu fyrir marsmánuð eða finna nýjan leigjanda.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

09

Tag: : 

Leigusali leitaði til nefndarinnar og krafðist þess að leigutaka yrði gert að greiða bætur vegna skemmda á húsnæðinu. Jafnframt krafðist hann þess að viðurkennt væri að hann hefði mátt ráðstafa tryggingu (sem nam þriggja mánaða leigu) upp í vangoldna húsaleigu.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

04

Tag: : 

Deilur aðila sneru að uppgjöri við lok leigutíma, en leigusali hafði gengið að tryggingu vegna þeirrar fjárhæðar sem hann taldi leigjanda skulda sér. Í fyrsta lagi taldi leigjandinn að honum bæri ekki að borga leigu vegna desembermánaðar en hann hefði viljað skila íbúðinni hinn 2. desember.

Ár álits: 

2012

Númer álits: 

01

Tag: : 

Leigjandi krafðist þess að fá endurgreitt það sem hann hafði greitt í leigu, en hann taldi eignina hafa verið óíbúðarhæfa frá upphafi. Atvik voru með þeim hætti að leigjandinn tók íbúðina á leigu frá 15. júní 2012 en var erlendis og flutti því ekki inn fyrr en 21. júlí.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

45

Tag: : 

Leigjandi krafðist þess að fá endurgreidda leigu þar sem íbúðin hafi í raun verið óíbúðarhæf. Leigusamningur aðila var frá 1. júní en leigjandinn flutti ekki inn fyrr en í ágústmánuði en dvaldi þó eina og eina nótt í íbúðinni fram að því.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

40

Tag: : 

Leigutaki hafði verið með íbúð á leigu frá árinu 2000. Í leigusamningi var ekki tekið fram að leigan skyldi breytast með einhverjum hætti á samningstímanum. Árið 2005 hóf leigusali þó að tengja leiguverðið við þróun vísitölu, þannig að leigan fór stighækkandi.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

38

Tag: : 

Leigjendur leituðu til nefndarinnar með þá kröfu að þeim yrði endurgreitt tryggingarfé sem þeir höfðu greitt við upphaf leigutímans. Um tímabundinn leigusamning var að ræða en leigjendur fluttu út þegar þrír mánuðir voru eftir af leigutímanum.

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

29

Pages