Úrskurðir í ferðamálum

Afsláttur vegna seinkunar á flugi:
X fór ásamt dóttur sinni í alferð á vegum F. Vegna vélarbilunar seinkaði flugi þeirra um tæpan sólarhring og alferðin styttist sem því nam. X gerði kröfu um 126.000 kr. greiðslu frá F, þar sem alferðin hefði orðið styttri en til stóð og seinkunin hefði valdið þeim óþægindum auk þess sem þær hefðu þurft að bíða lengi á flugvellinum. Nefndin féllst á að X ætti rétt á afslætti vegna þess að ferðin var ekki í samræmi við það sem samið var um auk þess sem F vanrækti að sjá X og dóttur hennar fyrir fari til og frá flugvelli og hressingu þegar í ljós kom að seinkun yrði umtalsverð. Skyldi F því greiða X 61.044 kr.

Tjón á bílaleigubíl vegna öskufoks:
Sóknaraðili X, sem er bandarískur ríkisborgari, leigði bifreið af B meðan hann var á ferðalagi um Ísland. Eftir að hann hafði skilað bifreiðinni komu í ljós umfangsmiklar skemmdir á henni vegna öskufoks frá Eyjafjallajökli, og var viðgerðarkostnaður tæpar tvær milljónir. Sóknaraðili féllst ekki á að greiða reikninginn vegna viðgerðarinnar og leitaði því til nefndarinnar. Nefndin byggði m.a. á því að B hefði ekki varað sóknaraðila við öskufoki eða hugsanlegum afleiðingum þess en gera mætti ráð fyrir að komast hefði mátt hjá tjóninu hefði það verið gert. Þá fann nefndin að ýmsu er varðaði afgreiðslu málsins hjá bílaleigunni, svo sem því að ekki hefði verið leitað hagkvæmari leiða, eins og t.a.m. þeirrar að skoða hvort hægt hefði verið að selja bílinn í því ástandi sem hann var og takmarka með því tjónið. Meirihluti nefndarinnar taldi því rétt að skipta sök þannig að X greiddi 1/3 hluta tjónsins en B 2/3. Einn nefndarmanna skilaði séráliti þar sem hann taldi að sök skyldi skiptast til helminga.

X fór ásamt fjölskyldu sinni í alferð á vegum F. Taldi hann hótelíbúð sinni að verulegu leyti ábótavant. Krafðist X afsláttar er næmi 20% af verði ferðarinnar, eða 108.088 kr. F féllst á að íbúðin hefði ekki verið fullnægjandi en aðilar deildu um upphæð afsláttar og aðferð við útreikning hans.  Nefndin taldi X eiga rétt á nokkrum afslætti þar eð íbúðin hefði ekki verið í samræmi við samning aðila og taldist hann hæfilega ákveðinn kr. 80.000.

Endurgreiðsla alferðar sem féll niður vegna eldgoss:
Sóknaraðilar í málinu, sem voru níu talsins, keyptu sér alferð á vegum F. Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli var ferðinni aflýst og sóknaraðilum í staðinn boðið að fara í sambærilega ferð síðar gegn greiðslu 25.000 kr. eða fá helming af verði upphaflegu ferðarinnar endurgreiddan. Sóknaraðilar vildu ekki una því og töldu sig eiga rétt á fullri endurgreiðslu ferðarinnar. F taldi sér hins vegar ekki skylt að endurgreiða þar sem aflýsingin væri vegna óviðráðanlegra orsaka. Nefndin féllst á að orsakir aflýsingarinnar væru óviðráðanlegar fyrir F en það breytti þó engu um það að um var að ræða kaup á vöru sem aldrei var afhent og því ættu sóknaraðilar rétt á endurgreiðslu. Við úrlausn málsins vísaði nefndin til ýmissa lagaraka, m.a. til reglu 9. gr. laga um alferðir, sem fjallar um aflýsingu á alferð. Var það því niðurstaða nefndarinnar að F skyldi endurgreiða sóknaraðilum ferðina að fullu.

Endurgreiðsla alferðar sem féll niður vegna eldgoss:
X og Y, sóknaraðilar í málinu keyptu sér alferð á vegum F. Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli var ferðinni aflýst og sóknaraðilum í staðinn boðið að fara í sambærilega ferð síðar gegn greiðslu 25.000 kr. eða fá helming af verði upphaflegu ferðarinnar endurgreiddan. X og Y vildu ekki una því og töldu sig eiga rétt á fullri endurgreiðslu ferðarinnar. F taldi sér hins vegar ekki skylt að endurgreiða þar sem aflýsingin væri vegna óviðráðanlegra orsaka. Nefndin féllst á að orsakir aflýsingarinnar væru óviðráðanlegar fyrir F en það breytti þó engu um það að um var að ræða kaup á vöru sem aldrei var afhent og því ættu X og Y rétt á endurgreiðslu. Við úrlausn málsins vísaði nefndin til ýmissa lagaraka, m.a. til reglu 9. gr. laga um alferðir, sem fjallar um aflýsingu á alferð. Var það því niðurstaða nefndarinnar að F skyldi endurgreiða X og Y ferðina að fullu.

X var í alferð á vegum F og komst ekki heim á tilsettum tíma vegna eldgoss. F bauð farþegum að flytja sig yfir á annað hótel. I, með hálfu fæði meðan á biðinni stæði. X kaus að halda kyrru fyrir á fyrra hótelinu, V,  en gisting þar var dýrari en á I. X krafðist endurgreiðslu vegna fæðiskostnaðar og  gistingar á V. F neitaði hins vegar að endurgreiða X meira en þurft hefði að greiða vegna gistingar á I. Nefndin leit svo á að F hefði borið að sjá farþegum fyrir gistingu og fæði meðan á töfinni stóð. Hins vegar hefði það verið val X að flytja sig ekki á annað og ódýrara hótel. Áleit nefndin því að F hefði sinnt skyldum sínum að mestu leyti með því að bjóða upp á gistingu og hálft fæði á I. F bæri að greiða X helming útlagðs fæðiskostnaðar, en frekari kröfum X var hafnað.

Kvörtun vegna aðbúnaðar á hóteli í alferð. Sóknaraðilar voru fluttir á annað hótel en fara fram á bætur.

Kvörtun vegna rukkun á sjálfsábyrgð vegna tjóns á bílaleigubifreið

Kvörtun vegna seinkunar á heimflugi alferðar um tæpan sólarhring

Sóknaraðilar keyptu alferðir af heimasíðu ferðaskrifstofu en síðar kom í ljós að ferðaskrifstofan hafi einungis selt þeim hótelgistingu. Sóknaraðilar fara fram á að fá samskonar alferð á því verði sem greitt var þar sem ferðagögn gáfu til kynna að flug hefði einnig verið bókað en varnaraðilinn vill rifta kaupunum

X og Y keyptu alferðir af heimasíðu Z. Eftir að kaupin höfðu gengið í gegn og ferðagögn verið send kom í ljós að um mistök í bókunarkerfi hafði verið að ræða og X og Y verið seldar ferðirnar á mun hagstæðara verði en þær áttu að kosta. Nefndin úrskurðaði að bindandi samningur hefði verið kominn á og Z bæri að afhenda X og Y ferðirnar á þau verði sem þau höfðu þegar greitt.

Kvörtun vegna aðbúnaðar á íbúðarhóteli í alferð.  Standsetning á hótelinu stóð yfir sem leiddi til ónæðis og ýmiss auglýstur aðbúnaður ekki til staðar, vegna þessa.

Kvörtun vegna: Staðsetning og aðstaða á hóteli.  Þjónusta á hóteli og afþreyingarmöguleikar. Þjónusta fararstjóra varðandi bílaleigub

Farið er fram á að ferðaskrifstofa bæti tjón kvörtunaraðila sem voru í alferð. Tjónið er ónæði og óþægindi við hótelgistingu, af völdum framkvæmdar við sundlaugagarð sem stóð yfir meirihluta tímans sem kvörtunaraðilar dvöldu á umræddu hóteli.

Álitsbeiðandi krafðist endurgreiðslu á aukagjaldi sem hann hafði orðið að inna af hendi vegna flutnings af hóteli, en hann taldi fyrra hótelið ekki í samræmi við samninginn sem hann hafði gert við ferðaskrifstofuna

Pages