Úrskurðir í ferðamálum

Mál vegna óánægu farþega með aðbúnað og ófriðar á hóteli á sólarströnd. 

Mál vegna bílaleigubíls, ágreiningur um tjón og hvenær tjónið átti sér stað.

Mál vegna skipulagningar erlends ferðamanns á Íslandi, tjóns á bílaleigubifreið og skorts á upplýsingum

Mál vegna bílaleigubíls sem bilar á fjallvegi og ágreiningur um hver ber ábyrgð á viðgerð.

A fór með eiginmanni sínum og dóttur í alferð á vegum F. A var mjög ósátt við hótelherbergi það sem fjölskyldunni var úthlutað og taldi það í engu samræmi við kynningar F á hótelinu. F hafði boðið A og fjölskyldu hennar 50.000 kr. inneign í leiguflug en A féllst ekki á það og vildi endurgreiðslu á ferðinni og leitaði því til nefndarinnar. Nefndin taldi að hótelherberginu og kynningu á því hefði verið ábótavant og taldi að  F bæri að gefa A afslátt af verði ferðarinnar, í formi endurgreiðslu að upphæð 50.000 kr. Jafnframt skyldi F endurgreiða A 280 evrur, eða þann kostnað sem hún varð fyrir við að flytja sig í annað herbergi.

A fór með eiginmanni sínum í tveggja vikna alferð á vegum F. A var mjög ósátt við hótelherbergið sem þau dvöldu í seinni vikuna og taldi það í engu samræmi við kynningar F á hótelinu. F hafði boðið A og fjölskyldu hennar 50.000 kr. inneign í leiguflug en A féllst ekki á það og vildi endurgreiðslu á gistingunni og leitaði því til nefndarinnar. Nefndin taldi að hótelherberginu og kynningu á því hefði verið ábótavant og taldi að  F bæri að gefa A afslátt af verði ferðarinnar, í formi endurgreiðslu að upphæð 50.000 kr.

Pages