Þjónusta

Leiðbeiningaþjónusta

Með þjónustusamningi við ríkið hafa Neytendasamtökin skuldbundið sig til að veita almenningi upplýsingar um réttastöðu sína gagnvart seljendum. Þjónustan við utanfélagsmenn er opin tvisvar í viku.

Kvörtunarþjónusta

Allir skuldlausir félagsmenn fá aðstoð við að ná fram rétti sínum í viðskiptum við seljendur vöru og þjónustu. Samkvæmt þjónustusamningi við ríkið geta allir neytendur fengið aðstoð en utanfélagsmenn þurfa að greiða grunngjald til að fá aðstoð við að koma fram kvörtun og leita úrbóta hjá seljendum.

Evrópska neytendaaðstoðin

Neytendasamtökin sjá um rekstur ENA - Evrópsku neytendaaðstoðina. Neytendur sem eiga í deilum við seljendur yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins geta fengið astoð hjá ENA. Sömuleiðis annast ENA samskipti við íslensk fyrirtæki þegar kvartanir berast vegna viðskipta við þau frá neytendum í öðrum löndum á EES-svæðinu.

Úrskurðarnefndir

Neytendasamtökin hafa haft frumkvæði að stofnun úrskurðarnefnda og eiga aðild að 6 slíkum nefndum. Úrskurðarnefndir eru nauðsynlegur bakhjarl fyrir kvörtunarþjónustuna. Ódýrt og fljótlegt er fyrir neytendur að fara með mál fyrir nefndirnar. Málskotsgjald er mishátt eftir nefndum. Sé fallist á kröfu neytandans að hluta eða öllu leyti ber seljanda að greiða málskotsgjaldið.

Innra skipulag

Starfsmenn Neytendasamtakanna eru 8 og skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri. Í stjórn samtakanna sitja 13 fulltrúar, kosnir til tveggja ára í senn á þingi sem er haldið annað hvert ár. Allir skuldlausir félagsmenn mega sitja þingið. Neytendasamtökin voru stofnuð 1953. Samtökin eru í hópi elstu neytendasamtaka í heiminum. Samtökunum hefur tekist að starfa á þverpólitískum grunni, þó hugmyndir manna um almennan hag neytenda snúist í kjarnanum um afskipti og afskiptaleysi yfirvalda af atvinnu- og viðskiptalífi.