24/2009

Tag: : 

Ár álits: 

2009

Númer álits: 

24

Við skil á leiguíbúð var framkvæmd lokaúttekt, og þar var merkt við að ýmsu væri ábótavant, svo sem að íbúð hafi verið illa þrifin. Hins vegar vanrækti leigusali að gera skriflega bótakröfu fyrr en með greiðsluseðli sem sendur var leigjanda fjórum mánuðum eftir úttektina. Kærunefndin taldi að bótaréttur leigusala væri fallinn niður þar sem úttektarskýrslan fullnægði ekki áskilnaði laganna um skriflega lýsingu bótakröfu og leigusali yrði að lýsa yfir bótakröfu innan tveggja mánaða frá skilum húsnæðis.

Mál 24/2009