Að kaupa notaðan bíl

Miðvikudagur, 30. mars 2016

Við kaup og sölu á notuðu ökutæki er margt sem þarf að huga að:

Seljanda ber að upplýsa kaupanda um allt sem máli skiptir viðkomandi ökutækið.

Kaupandi skal einnig kynna sér ástand bifreiðarinnar mjög vel.

Aldur ökutækisins skiptir miklu máli og hve mikið því hefur verið ekið.

Er bifreiðin skráð sem tjónabíll eða hefur hún orðið fyrir tjóni sem ekki hefur verið tilkynnt?

Hvernig hefur bifreiðinni verið viðhaldið, er smurbók?

Reynsluaktu bifreiðinni og fylgstu með hvort einhver undarleg hljóð séu til staðar.

Rétt er að skrá allar upplýsingar sem gefnar eru um ökutækið í kaupsamninginn.

Aldrei skal sleppa því að gera skriflegan kaupsamning í viðskiptum með ökutæki.

Ekki er rétt að afhenda ökutækið fyrr en  kaupverð hefur verið að fullu greitt.

Hvíli veð á ökutækinu ber seljanda að aflétta því nema kaupandi yfirtaki það með samþykki veðhafans. Þetta þarf að vera komið á hreint áður en ökutækið er afhent og skráð á kaupanda.

Ekki ganga frá kaupum á notuðum bíl fyrr en búið er að fara með hann í ástandsskoðun.

Á heimasíðu FÍB  (http://www.fib.is/is/billinn/bilakaupafsal/hvad-ber-ad-skoda-tekklisti) má finna nánari upplýsingar um hvað varast skal við kaup á bifreið.