Aðstoð

 

Þjónusta við félagsmenn

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem berjast fyrir réttindum neytenda. Starfsemin byggir að mestu leyti á aðildagjöldum. Því fleiri félagsmenn því sterkari samtök.  Félagsmenn sem þurfa upplýsingar eða telja að á rétt sinn sé gengið geta fengið leiðbeiningar og aðstoð hjá Neytendasamtökunum. Þeir geta hringt eða komið á skrifstofu á auglýstum opnunartíma neðst á síðunni.

Þjónusta við utanfélagsmenn

Neytendasamtökin reka neytendaaðstoð fyrir neytendur. Með þjónustusamningi við ríkið hafa samtökin skuldbundið sig til að veita almenningi (þeim að kostnaðarlausu) upplýsingar um réttarstöðu sína gagnvart seljendum. Til að ná fram rétti sínum í viðskiptum við seljendur voru og þjónustu veita Neytendasamtökin aðstoð en til að málið sé tekið inn á málaskrá greiða utanfélagsmenn gjald fyrir það. Þjónusta fyrir utanfélagsmenn er opin einu sinni í viku, fimmtudaga, frá 10:00-12:00 og 12:30-15:00. 

Úrskurðarnefndir

Neytendasamtökin hafa haft frumkvæði að stofnun úrskurðarnefna og eiga aðild að 6 slíkum nefndum Úrskurðarnefndir eru nauðsynlegur bakhjarl fyrir kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna en ódýrt og fljótlegt er fyrir neytendur að fara með mál fyrir nefndirnar. Málskotsgjald er misjafnt er nefndum. Sé fallist á kröfur neytandans að hluta eða öllu leyti ber seljanda að greiða málskotsgjaldið.

Evrópska neytendaaðstoðin - ENA

Neytendasamtökin sjá um rekstur Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi (ENA). Neytendur sem eiga í deilum við seljendur yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins geta fengið aðstoð hjá ENA. Sömuleiðis annast ENA samskipti við íslensk fyrirtæki berast kvartanir vegna viðskipta við þau frá neytendum í öðrum löndum á EES-svæðinu. Sjá www.ena.is

Leigjendaaðstoðin

Neytendasamtökin reka sérstaka leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við ríkið. Hjá leigjendaaðstoð NS er hægt að fá upplýsingar og ráðleggingar. Símatími er frá 12:30-15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Einnig er hægt að koma á skrifstofu Neytendasamtakanna á sama tím eða senda tölvupóst. Ef leigusali og leigutaki ná svo ekki samkomulagi um ágreiningsefni sín er hægt að leita til kærunefndar húsamála. Sjá www.leigjendur.is