Aðstoð til fyrirtækja

Þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Hvert geta fyrirtæki leitað með ágreining um kaup á vörum eða þjónustu af öðru fyrirtæki?

Fyrirtæki (eða lögaðilar) ættu að leita til sinna hagsmunasamtaka s.s. Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Bændur geta leitað til Bændasamtakanna vegna kaupa fyrir búrekstur. Lögaðilar geta einnig skotið málum til Kærunefndar lausafjár og þjónustukaupa.

Neytendasamtökin eru hagsmunasamtök neytenda og svara eingöngu fyrirspurnum þeirra. En neytandi er einstaklingur (þ.e.a.s. ekki lögaðilar á borð við fyrirtæki eða félagasamtök) sem kaupir hlut eða þjónustu til einkanota, en ekki sem hluta af atvinnustarfsemi, gegn endurgjaldi af seljanda sem hefur atvinnu sína af sölu (en ekki af einstaklingi).