Afmælishátíð Neytendasamtakanna

mánudagur, 30. janúar 2017 - 16:15

Fimmtudaginn 26. janúar sl. héldu Neytendasamtökin upp á 64 ára afmæli samtakanna. Þar var Jóhannes Gunnarsson útnefndur sem heiðursfélagi samtakanna. Það var samkvæmt ákvörðun stjórnar samtakanna á fyrsta fundi eftir að Jóhannes lét af embætti formanns á síðastliðnu hausti.

 

 

Enginn maður hefur barist jafn ötullega fyrir réttindum og hagsmunum neytenda og Jóhannes, sem stýrði Neytendasamtökunum meirihlutann af þeim tíma sem þau hafa starfað. Jóhannes þakkaði heiðurinn og hélt svo áfram og flutti baráttuerindi með áeggjan um aukinn stuðning stjórnvalda til Neytendasamtakanna, til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra neytendamála sem var viðstödd og tók vel í orð Jóhannesar. Ráherrann opnaði í kjölfarið nýja neytendaappið, Neytandann. Neytandinn er opin öllum, ekki bara félagsmönnum í Neytendasamtökunum.

 

 

Hægt er að hlaða Neytandanum niður án endurgjalds í App store og Goggle play.

Nánar má lesa um appið á heimasíðunni www.neytandinn.is