Afsláttur og útsölur

Fimmtudagur, 21. október 2010

 

Má auglýsa afslátt af nýrri vöru?

Samkvæmt reglum um útsölur segir að þegar auglýst sé lækkað verð skuli fyrra verð koma fram og verður seljandi að geta sannað að varan hafi verið seld á því verði sem tilgreint er sem eldra verð.

Hins vegar segir í sömu reglum að heimilt sé að auglýsa kynningar- eða opnunartilboð en þá skuli afslátturinn vera raunverulegur og að gefa skuli upp venjulegt verð (þ.e. verðið sem varan verður seld á eftir að tilboðsdögum er lokið) ásamt kynningar- eða opnunarverði.