Álit

Hér á síðunni má finna umsagnir Neytendasamtakanna um frumvörp að lögum og drög að reglum er varða hagsmuni neytenda.

Hér má einnig finna úrskurði frá þeim úrskurðarnefndum sem samtökin hýsa. Það eru úrskurðir um efnalaugamál og ferðamál.

Á þingi Neytendasamtakanna sem haldin eru á tveggja ára fresti eru samþykktar áherslur starfs næstu tveggja ára og stjórn samtakanna sendir reglulega frá sér ályktanir um mikilvæg neytendamál.  Þær finnast einnig hér á síðunni ásamt pistlum sem stjórnarmenn og starfsmenn senda frá sér í aðra fréttamiðla.