Ársskýrsla Neytendaaðstoðarinnar er komin út!

Þriðjudagur, 31. janúar 2017 - 9:45

Ársskýrsla Neytendaaðstoðar Neytendasamtakanna fyrir árið 2016 er komin út og er aðgengileg á heimasíðu samtakanna. Á árinu 2016 bárust samtökunum alls 8.320 erindi, sem er aukning frá árinu á undan. Flest erindi voru varðandi vátryggingar, viðskipti við fjármálafyrirtæki, þjónustu iðnaðarmanna, bifreiðar og farsíma en einnig voru erindi tengd ferðaþjónustu fjölmörg. Í skýrslunni má finna tölfræðilegar upplýsingar um þessi erindi og fleiri atriði.
 

Skjal með frétt: