Ása Steinunn Atladóttir

Ása Steinunn Atladóttir

59 ára hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Menntun: Hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands og BS í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands, diplóma á meistarastigi í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands.
Starfsferill: Vann lengst af á Borgarspítalanum Fossvogi, fyrst á gjörgæsludeildinni, en skipulagði svo og annaðist starf við sýkingavarnir í 23 ár. Sóttvarnasvið EL sl. 13 ár.
Félagsmál: Var í upphafi starfsferils varaformaður Hjúkrunarfélags Íslands og sat um árabil í ritstjórn Hjúkrunarblaðsins. Hef sl. 26 ár tekið virkan þátt í kvenfélagsstörfum og verið formaður kvenfélaga og Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, og setið í stjórn Kvenfélagasambands Íslands um skeið. Neytendamál: Var félagsmaður í Neytendasamtökunum um áratugaskeið til 2014 en er nú orðin félagsmaður á ný og býður sig fram til starfa í stjórn samtakanna. „Ég vil að Neytendasamtökun séu áberandi afl í þjóðfélaginu, fræði neytendur og efli neytendavernd“.