Auglýsingar í pósti

mánudagur, 9. mars 2009

 

Hvað þarf ég að gera til að losna við ruslpóst, þ.e. auglýsingar sem eru sendar til mín í pósti?

Auglýsingar án þess að fram komi nafn móttakanda (ruslpóstur):

Hægt er að fá hjá Íslandspósti límmiða til að setja á póstlúgur / póstkassa og afþakka slíkan póst: „Engan fjölpóst - Takk“. Pósthúsið sem dreifir einnig slíku efni virðir þessar merkingar. Einfaldast er að fara inn á heimasíðu Íslandspósts og láta senda sér miða. Einnig er hægt að fara á afgreiðslustaði Íslandspósts og fá miða þar.

Markpóstur, auglýsingar sem sendar eru til móttakanda undir nafni:

Hægt er að skrá sig hjá Hagstofunni þannig að óheimilt sé er að senda slíkan póst til viðkomandi. Þessi póstur er margvíslegur, m.a. beinist hann mikið að fermingunum sem núna eru framundan, enda um mikilvægan markhóp þar að ræða.