Björn Þór Karlsson

Björn Þór Karlsson

Ég er 27 ára gamall, uppalinn á Selfossi en bý og starfa í Reykjavík. Ég er stúdent frá Borgarholtsskóla, með BA og MA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og starfa sem lögfræðingur. Neytendasamtökin hafa verið áberandi í umræðunni og öflugur málsvari fyrir mikilvæg mál sem nauðsynlegt er að vekja athygli á. Ég býð mig fram vegna þess að við þetta góða starf vil ég styðja og stuðla að því að samtökin eflist og veki frekari áhuga ungs fólks. Í þessu sambandi tel ég samtökin geta eflt aðstoð sína og leiðbeiningu við ungt fólk sem oft er að feta sín fyrstu skref í viðskiptum sem fylgja því um ókomin ár.

Allir eru neytendur á einhvern hátt og þar af leiðandi spannar starfsemi Neytendasamtakanna gríðarmörg svið. Með örum vexti rafrænna viðskipta, snjallsímavæðingu og öðrum tækninýjungum urðu til ný svið. Ég tel mikilvægt og mun beita mér fyrir því að samtökin verði hér sérstaklega á verði með tilliti til skilmála, persónuupplýsinga og þeirra hætta sem fylgt geta viðskiptum á þessu sviði.