CE merkingar á vörum

Þriðjudagur, 2. mars 2010

Hvað þýðir CE-merkið?

CE-merking er yfirlýsing frá framleiðanda (eða ábyrgðarmanni vörunnar) um að varan uppfylli ákveðin skilyrði og staðla. Um margar vörur gilda lög og reglur sem framleiðendur verða að fylgja. Oftast er um að ræða reglur sem snúa að öryggi og heilsuvernd. Þannig er t.d. bannað að nota hættulega þungmálma í leikföng og  hjólahjálmurinn verður að vera nægilega sterkur til að þola högg. Setji framleiðandi CE-merkingu á vöru er það yfirlýsing af hans hálfu um að varan uppfylli öll skilyrði og þar með getur hún ferðast innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er þó ekki þar með sagt að varan sé örugg og þess eru dæmi að CE-merktar vörur hafi verið teknar af markaði af öryggisástæðum.