Díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum

Miðvikudagur, 9. febrúar 2011 - 14:45

Að undanförnu hefur mikil umræða verið í fjölmiðlum um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum á þremur stöðum á landinu. Nú hefur verið ákveðið af sóttvarnarlækni að rannsakað verði hvort þessi mengun hafi borist í fólk sem býr í nágrenni þessara stöðva.

 
Neytendasamtökin gagnrýna sinnuleysi stjórnvalda í þessu máli. Þau hafa einfaldlega ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu eins og þeim ber og um leið upplýsingaskyldu sinni gagnvart almenningi. Þá er ljóst að díoxínmengað kjöt hefur farið á almennan markað. Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld sjái til þess að kjötið verði tafarlaust tekið af markaði. Jafnframt eiga neytendur rétt á að fá upplýsingar um hvar þetta kjöt hefur verið selt auk rekjanleikanúmeri kjötsins.
 
Neytendasamtökin krefjast þess að varúðarreglan sé látin gilda og því verða stjórnvöld að meta út frá hagsmunum almennings hvort loka eigi þessum sorpbrennslustöðvum þegar í stað.