Dominique Plédel Jónsson

Dominique Plédel Jónsson

f. 10. 12. 1948 í París, íslenskur ríkisborgari (búsett á Íslandi síðan 1970)
Menntuð sem landfræðingur frá háskóla í París og hef starfað á margvíslegum sviðum: skipulagsskrifstofu Parísarborgar, verslunardeild franska sendiráðsins á Íslandi, í Danmörku og í Noregi, ferðaskrifstofu, víninnflutningi. Starfar nú sjálfstætt í eigin Vínskóla og sem blaðamaður á Gestgjafanum. Hef verið í stjórn Neytendasamtakanna frá 2012 og í framkvæmdastjórn frá 2014.
Hef verið mjög virk í mörgum félagssamtökum þar fyrir utan: stofnmeðlimur í Slow Food Reykjavík og formaður frá 2008, stofnmeðlimur í Samtökum Lífrænna neytenda, formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins frá 2014. Eins og sést af þessu hafa þessi störf verið unnin af þeirri hugsjón að réttlætis og sanngirni sé gætt gagnvart neytandanum, aðallega varðandi matvæla- og landbúnaðarframleiðslu en einnig varðandi umhverfismál og verðlagsþróun.
Hef sérstaklega góðan aðgang að alþjóðlegu tengslaneti og er trú minni sannfæringu – í þágu okkar neytenda allra.