Ég fékk gjöf sem mig langar ekki að eiga. Get ég skilað henni?

mánudagur, 23. maí 2016

Verslanir þurfa ekki að taka við ógölluðum vörum af því að kaupandinn skiptir um skoðun eða langar ekki lengur í hlutinn. Hið sama gildir þegar um gjöf er að ræða. Flestar verslanir hafa þó sett sér einhvers konar reglur um skilarétt enda má telja að það feli í sér góða þjónustu. Áður en gjöf er keypt er því mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilaréttarreglur viðkomandi verslunar og biðji, ef hægt er, um gjafamiða á vöruna. Til að skila gjöf þarf að sýna fram á hvar gjöfin var keypt, en sé gjafamiði ekki til staðar er hægt að kanna hvort gefandinn eigi kvittun fyrir kaupunum.