Eindagi lendir á helgi

Miðvikudagur, 21. apríl 2010

 

Hvenær reiknast innheimtukostnaður þegar eindagi reiknings lendir á helgi?

Ef reikningur er greiddur eftir eindaga getur lagst á innheimtukostnaður auk þess sem dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.

Þegar eindaga greiðsluseðils sem greiddur er í heimabanka ber upp á helgi eða frídag er mikilvægt að greiða reikning síðasta virka dag fyrir eindaga fyrir klukkan 21.

Rétt er að taka fram að seljendum ber engin skylda til að setja eindaga á reikninga þótt það sé langoftast tilfellið.