Farsíminn og 3G í útlöndum

Miðvikudagur, 24. júní 2009

Hvar finn ég yfirlit yfir það sem helst ber að varast ef ég ætla að nota farsímann eða fara á netið þegar ég ferðast til annarra landa?

Á heimasíðu Póst og fjarskiptastofnun (www.pfs.is) er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir íslenska neytendur um notkun farsíma og 3G á ferðalögum í útlöndum.   Það getur verið mikill munur á gjaldskrá símafyrirtækja og ekki alltaf einfalt að átta sig á hvað ber að varast. Hér má sjá ábendingar um hvað þarf að hafa í huga þegar fjarskiptatæknin er notuð á ferðalögum í útlöndum.