Framboð til formanns og stjórnar

Fimmtudagur, 14. júní 2018 - 12:15

Þing Neytendasamtakanna verður haldið 27. október næstkomandi.

Stjórn NS auglýsir hér með eftir framboðum til formanns og stjórnar. Framboð skulu berast eigi síðar en 15. ágúst og skal framboðum skilað á netfangið ns@ns.is. Allir félagsmenn sem eru skuldlausir við samtökin geta boðið sig fram.

Kosning formanns samtakanna og stjórnar verður rafræn og hafa allir sem skrá sig á þingið rétt til að taka þátt í kosningu formanns og stjórnar.

Staðsetning þingsins verður tilkynnt síðar en þingið verður jafnframt rafrænt til að auðvelda fólki þátttöku m.a. þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt lögum samtakanna þurfa félagsmenn að skrá sig á þingið eigi síðar en á hádegi þann 20. október. Þeir einir geta tekið þátt í þingi samtakanna sem eru félagsmenn og eru skuldlausir við samtökin viku fyrir þingið. Greiðsla félagsgjalda er ekki möguleg á þinginu.  

Skráningar fullgildra félagsmanna er grunnur að kjörskrá. Rafrænar kosningar til stjórnar verða framkvæmdar með notkun persónuauðkenna þar sem fólk notar ýmist rafræn skilríki eða Íslykil.  Hvorki verður fylgst með mætingu á þingið né verður þátttakendalisti birtur. Kjörskrá verður eytt að loknum kosningum. Gert er ráð fyrir að kosningar hefjist um hádegi þann 27. október og standi til hádegis daginn eftir. Þann 28. október mun kjörnefnd tilkynna úrslit kosninga, ný stjórn tekur við og þingi slitið.

Til þess að geta tekið þátt í rafrænni kosningu þarf fólk að skrá sig á þingið, óháð því hvort það mæti í eigin persónu eða ekki. Skráðu þig á þingið hér.