Framboð til formanns og stjórnar NS

 

 

Á þingi Neytendasamtakanna þann 22. október nk. mun m.a. fara fram stjórnarkjör, en fimm einstaklingar bjóða sig fram til formanns og aðrir tólf til stjórnar samtakanna. Gengið hefur verið úr skugga um kjörgengi allra aðila. Stjórn Neytendasamtakanna skal skipuð 13 einstaklingum, þ.e. tólf stjórnarmönnum auk formanns.

 

Frambjóðendur til formanns eru fimm talsins:

Árni Eðvaldsson

Guðjón Sigurbjartsson

Ólafur Arnarson

Pálmey Gísladóttir

Teitur Atlason

 

Utan formanns eiga sæti í stjórn samtakanna tólf stjórnarmenn. Að þessu sinni eru frambjóðendur til stjórnar tólf og verður stjórn því sjálfkjörin:

Ása Steinunn Atladóttir

Björn Þór Karlsson

Dominique Plédel Jónsson

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir

Guðni Gunnarsson

Gunnar Alexander Ólafsson

Katrín Þorvaldsdóttir

Ragnar Unnarsson

Sigurður Másson

Stefán Hrafn Jónsson

Stella Hrönn Jóhannsdóttir

Þórey S. Þórisdóttir

 

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og kynningu á frambjóðendum með því að ýta á nafn viðkomandi, eða í dálknum hér til hliðar á síðunni. Minnt er á að vilji félagsmenn mæta á þingið þurfa þeir að skrá sig á það með a.m.k. viku fyrirvara.