Fríða Vala Ásbjörnsdóttir

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir

Ég sækist eftir áframhaldandi stjórnarsetu í Neytendasamtökunum vegna áhuga á neytendamálum og víðtækrar reynslu á ólíkum sviðum. Ég hef setið í stjórn NS síðustu þrjú kjörtímabil.
Ég er með kennaramenntun; „ernærings- og kostlære“ frá háskólanum í Árósum og lauk BA-námi í heimilishagfræði frá Kennaraháskóla Íslands. Að auki er ég menntaður hússtjórnarkennari. Einnig stundaði ég nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Gegndi ég trúnaðarstörfum fyrir nemendur með námi. Þá hef ég próf í atvinnulífsfélagsfræði frá Háskóla Íslands, HÍ, og lauk þar einnig námi í „leiðtogaþjálfun og verkefnagerð.“ Einnig hef ég erlent próf í fararstjórn.
Menntun mín og starfsreynsla við kennslu, forsögn um matseld og yfirmannsstarf á Borgarspítala hafa veitt mér tækifæri til að kynnast mörgu sem tengist neytendamálum.
Um árabil hef ég verið í forystu samtakanna Landsbyggðin lifi og Landsbyggðarvina. Þar hefur gefist einstakt tækifæri til að kynnast högum fólks um land allt, ekki síst ungs fólks.
Ég er gift Steingrími Baldurssyni, Ph.D., prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Við eigum þrjá syni, Baldur, Héðin og Gunnar.