Fundur fólksins

Þriðjudagur, 5. september 2017 - 15:15

Neytendasamtökin taka þátt í Fundi fólksins á Akureyri um næstu helgi, 8-9. september. Samtökin verða m.a. með kynningarbás í Hofi þar sem starfsmenn Neytendasamtakana ræða við gesti og gangandi, ásamt því að gefa Neytendablöð og kynningarefni frá Evrópsku neytendaaðstoðinni (ECC).

Neytendasamtökin munu standa að pallborðsumræðum um stöðu leigjenda, en Neytendasamtökin hafa um árabil rekið Leigjendaaðstoðina þar sem leigjendur geta aflað sér upplýsinga og fengið aðstoð. Í pallborðinu, sem hefst klukkan 16 á föstudeginum, verða Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra, Logi Már Einarsson þingmaður, Hrannar Már Gunnarsson frá Neytendasamtökunum og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá ASÍ. Brynhildur Pétursdóttir stýrir umræðunni.

 

 

Þá verða Neytendasamtökin einnig þátttakendur í umfjöllun um umhverfisvænan lífstíl kl 12.30 á föstudeginum sem ber yfirskriftina „Það minnsta sem þú getur gert“ en að þeim viðburði standa Akureyrarakademían, Umhverfisstofnun og Neytendasamtökin.

 

Neytendasamtökin hvetja alla til að mæta á Fund fólksins og kynna sér það sem þar er í boði.