Fyrsti fundur starfshóps NS um matvæla-, umhverfis- og landbúnaðarmál

Fimmtudagur, 14. september 2017 - 16:45

Neytendasamtökin hafa verið með starfandi starfshópa um hin ýmsu neytendamál síðustu ár, en hlutverk starfshópanna er m.a. að koma með tillögur um áherslur samtakanna í neytendamálum.

Þeir starfshópar sem verða starfræktir fram að þingi Neytendasamtakanna eru eftirfarandi:

 

Til þess að geta tekið þátt í starfshópum þarf viðkomandi að vera félagsmaður í Neytendasamtökunum. Hægt er að skrá sig í starfshópanna með því að senda tölvupóst á ns@ns.is, eða hringja í síma 545-1200 Hægt er að skoða facebook hóp hvers hóps fyrir sig með því að klikka á hóp hér að ofan, en skráning í facebook hóp er ekki ígildi skráningar í starfshóp.

Fyrsti fundur starfshóps um matvæla-, umhverfis- og landbúnaðarmál verður haldinn mánudaginn 18. september n.k. kl. 12 á skrifstofu Neytendasamtakanna, Hverfisgötu 105. Nánari upplýsingar um framtíðarfundi má finna á facebookhóp starfshópsins

Ekki er greitt fyrir þátttöku í starfshópum.