Gildistími vegabréfa

Föstudagur, 25. september 2009

Er hægt að neita ferðamönnum um far ef stutt er í að vegabréf falli úr gildi?

Að gefnu tilefni vilja Neytendasamtökin benda á að ef ferðast er innan Evrópu, óháð því hvort ferðast er til ríkis í Schengen eða ekki, þarf að hafa gilt vegabréf í 3 mánuði umfram ferðatíma.  Annars geta ferðalangar átt á hættu að vera neitað um far. Þetta á þó ekki við innan Norðurlandanna. 

Ennfremur vilja samtökin benda á að ef ferðast er til Bandaríkjanna þarf gilt vegabréf að gilda í 6 mánuði umfram ferðatíma. Einnig þarf þá að sækja um rafræna ferðaheimild “ESTA”. Hægt er að sækja um ESTA heimild inn á vef Icelandair.is undir „Upplýsingar“ og  „fyrir brottför“. 

Það er á ábyrgð farþegans að sækja um umrædda ferðaheimild og þarf að sækja um hana minnst 72 tímum fyrir brottför. Heimildina þarf að prenta út og hafa með sér í flug. Heimildin gildir í 2 ár þannig að ef ferðast er aftur til Bandaríkjanna innan 2ja ára þarf ekki að sækja um aðra heimild.