Glóperur bannaðar innan ESB

mánudagur, 19. október 2009

 

Eru glóperur bannaðar á Íslandi og hvað kemur í staðinn?

Í september sl. tók í gildi fyrsti áfangi sölubanns innan ESB á orkufrekum ljósaperum. Megintilgangurinn er að stuðla að minni orkunotkun og minnka losun kolefnis út í andrúmsloftið. Orkufrek ljós, þ.e. glóperur og venjulegar halógenperur, hverfa smám saman af Evrópumarkaði á tímabilinu september 2009 til september 2012. Áfangar um bann við glóperum verða eftirfarandi:

  • September 2009,  allar mattar glóperur og 100 W glærar glóperur bannaðar.
  • September 2010, glærar 75 W glóperur bannaðar.
  • September 2011, glærar 60 W glóperur bannaðar.
  • September 2012, glærar  25-40 W glóperur bannaðar.

Þetta bann hefur ekki tekið gildi á Íslandi og enn er óljóst hvort stjórnvöld hér á landi munu sækja um undanþágu þegar/ef þessar reglur verða innleiddar hér á landi. Áhrif af banninu í Evrópu gæti hins vegar orðið til þess að glóperur hverfi sjálfkrafa af markaðnum. En hvað kemur þá í staðinn og eru valkostirnir sambærilegir við gömlu glóperurnar?

Hér er upplýsingavefur um tilskipunina ECO Design (en bann við glóperum er hluti af þeirri tilskipun): E-Lumen