Greitt með kreditkorti

mánudagur, 19. október 2009

Hvaða vernd veitir greiðsla með kreditkorti neytendum þegar söluaðili er ófær um að afhenda vöru eða þjónustu?

Þegar greitt er með kreditkorti fyrir vöru og eða þjónustu sem afhenda á síðar og kemur í ljós að söluaðili verður ófær um að afhenda t.d. ef söluaðili hættir rekstri, getur korthafi hafnað greiðslu skriflega til kortaútgefanda síns í allt að 90 daga frá þeim degi er afhending átti að eiga sér stað og farið fram á endurgreiðslu.

Með því að greiða með kreditkorti fyrir þjónustu og eða vöru sem afhenda á síðar, ætti  neytandinn því að vera nokkuð öruggur gegn fjárhagslegu tjóni.