Guðni Gunnarsson

Guðni Gunnarsson

Ég er 47 ára og bý í Kópavogi. Menntun: Sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum og er í leiðsögumannanámi í Endurmenntun HÍ.

Ég starfa við greiningar í sjávarútvegi hjá Markó Partners í Reykjavík en hef unnið mestmegnis í sjávarútvegi frá því ég fór fyrst á sjó á 19. ári. Það sem ég hef fram að færa til neytendamála er að hafa búið víða um Ísland og einnig erlendis með fjölskyldu og ég hef þurft að leita réttar míns sem neytandi og upplifa mismunandi viðhorf og áherslur í neytendamálum, bæði hérlendis og erlendis.

Ég er ánægður með störf Neytendasamtakanna og lít á samstöðu neytenda sem mikilvæg kjara- og velferðarmál sem skipta miklu máli, sérstaklega á þeim sviðum þar sem fákeppni er á markaði. Þekking mín og reynsla myndi nýtast Neytendasamtökunum vel og þess vegna býð ég mig fram til stjórnarstarfa.