Gunnar Alexander Ólafsson

Gunnar Alexander Ólafsson

Ég er 46 ára gamall hagfræðingur. Ég hef setið í stjórn Neytendasamtakanna (NS) frá árinu 2010 og er ritari stjórnar. Ég hef lengi haft áhuga á neytendamálum og hef lagt áherslu á, á vettvangi NS, að berjast fyrir réttindum neytenda gagnvart olíufélögum, bönkum og opinberum aðilum. Að ráðast gegn hagsmunum neytenda birtist ekki eingöngu í fákeppni á markaði, heldur líka í skerðingu á þjónustu, háum þjónustugjöldum (bæði fyrirtækja og opinberra aðila), ógegnsærri verðlagningu og viðskiptahindrunum af ýmsu tagi. Neytendavernd er endalaus og lifandi barátta sem er drifin áfram af fólki sem vill heilbrigðara samfélag. Að mínu mati á sú stjórn sem kjörin verður á næsta þingi Neytendasamtakanna að leggja höfuðáherslu á að efla samtökin, fjölga félögum og efla samstarf við samtök eins og ASÍ og FÍB, sem berjast hvert með sínum hætti fyrir rétti neytenda. Ég sækist eftir endurkjöri í stjórn Neytendasamtakanna næstu tvö árin.