Hilluverð / kassaverð

Þriðjudagur, 21. október 2008

Ef kassaverð er hærra en hilluverð, hvaða verð gildir þá?

Það er hilluverð sem gildir og oftar en ekki er það lægra. Ástæða er til að hvetja neytendur til að fylgjast vel með þessu, því of oft er ósamræmi milli hillu- og kassaverðs.