Hringt í farsíma á milli kerfa

Föstudagur, 17. apríl 2009

 

Hvar get ég séð hjá hvaða þjónustuaðila  farsímanúmer eru skráð?

Þegar hringt er úr farsíma í annan farsíma hefur  neytandinn yfirleitt ekki hugmynd um það, hvar sími viðtakandans er skráður. Þetta er mjög slæmt þar sem mikill verðmunur getur verið þegar hringt er á milli kerfa og mun ódýrara (jafnvel ókeypis)  er að hringja í farsíma sem eru skráðir hjá sama fyrirtæki og maður sjálfur. Eina leiðin til að finna út hvar farsíminn er skráður er á heimasíðu símafyrirtækjanna.

Símafyrirtækið Nova bendir á, að hluti viðskiptavina þeirra nota svokallaða vinatóna sem hljóma í stað biðtóns þegar sá sem hringir bíður eftir að svarað sé. Þannig að, á meðan engin önnur fyrirtæki bjóða slíkt er hægt að ganga út frá því að ef eitthvað annað en biðtónn heyrist, er viðkomandi aðili viðskiptavinur hjá Nova.