Húsaleigubætur

Hvað eru húsaleigubætur?

 • Tilgangur húsaleigubóta er að lækka leigukostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstæðumun á húsnæðismarkaði.
 • Sveitarfélög sjá um að greiða húsaleigubætur.
 • Húsaleigubætur eru greiddar einu sinni í mánuði, eftir á. Séu húsaleigubætur mjög lágar greiðast þær þó árlega.

Hverjir eiga rétt á húsaleigubótum?

 • Leigjendur íbúðarhúsnæðis sem eiga þar lögheimili (sérreglur geta gilt um námsmenn sem þurfa að fara milli sveitarfélaga vegna náms).
 • Ef samningur um leigu er til alla vega sex mánaða og honum hefur verið þinglýst (ekki þarf að þinglýsa samningum vegna íbúða í eigu sveitarfélaga).

Hverjir eiga ekki rétt á húsaleigubótum?

 • Þeir sem leigja einstaklingsherbergi eða þar sem er sameiginlegt eldhús eða snyrting (námsmenn á heimsvistum/námsgörðum og fatlaðir sem leigja á sambýlum eiga þó rétt til bóta). Skilyrði er því að íbúðinni fylgi eldunaraðstaða og baðaðstaða en ekki er skilyrði að eignin sé samþykkt.
 • Leigjandi sem er náið skyldmenni leigusala sem býr í sama húsi, eða ef einhver annar sem býr með honum í húsnæðinu er náið skyldmenni leigusala.
 • Leigjandi sem á rétt á vaxtabótum, eða ef einhver annar sem býr með honum í húsnæðinu á rétt til vaxtabóta.

Hvernig er sótt um húsaleigubætur?

 • Umsókn um húsaleigubætur á að skila til þess sveitarfélags þar sem umsækjandi á lögheimili.
 • Umsókn þurfa að fylgja ýmis fylgigögn, eins og skattframtal, launaseðlar, frumrit þinglýsts húsaleigusamnings og íbúavottorð frá Þjóðskrá.
 • Nánari upplýsingar um umsóknarferlið fást hjá viðkomandi sveitarfélagi.

Upphæð húsaleigubóta

 • Grunnurinn er 17.500 kr. vegna íbúðar, svo bætast við bætur vegna barna á heimilinu, og að auki bætist við hlutfall af leigufjárhæð sem er á bilinu 20 - 50.000 kr.
 • Hámarksupphæð húsleigubóta er 50.000 kr. á mánuði eða 50% af húsaleigu, eftir því hvort er lægra.
 • Upphæð húsaleigubóta skerðist í samræmi við eignir og tekjur þeirra sem í húsnæðinu búa.
 • Upphæð húsaleigubóta er hægt að reikna hér, sjá: reikniforrit

Tenglar:

 

Frekari upplýsingar af heimasíðu velferðarráðuneytisins
Lög um húsaleigubætur. 
Upplýsingar af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Upplýsingar á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 
Upplýsingar á heimasíðu Kópavogsbæjar
Upplýsingar á heimasíðu Akureyrarbæjar
Umsóknareyðublað um húsaleigubætur, í sumum tilvikum hafa þo sveitarfélög, t.a.m. Reykjavíkurborg útbúið sérstök eyðublöð.

Sjá einnig álit kærunefndar húsamála og úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála