Hverju svara flokkarnir?

Föstudagur, 5. maí 2017 - 10:15

Neytendablaðið hafði samband við þá stjórnmálaflokka sem eiga sæti á þingi til að forvitnast um afstöðu þeirra til neytendamálanna. Flokkarnir voru spurðir að því hver væru brýnustu neytendamálin þessa stundina og hvernig þeir teldu best að efla þennan mikilvæga málaflokk.

Allir telja flokkarnir brýnt að grípa til aðgerða. Píratar leggja helst áherslu á rétt neytenda í hinum stafræna heimi  en auk þess sé mikilvægt að standa vörð um leigjendur. Björt framtíð talar um mikilvægi gjaldmiðilsstefnu, rétt neytenda á fjármálamarkaði og umhverfisvænni neyslu. Viðreisn segir áherslurnar helst liggja á sviði landbúnaðar, vaxta- og húsnæðismála og einna mikilvægast sé að vaxtastig lækki. Samfylkingin telur mikilvægt að styrking krónunnar skili sér til neytenda, þá leggur hún áherslu á umhverfisvænni neyslu og lægri bankakostnað. Framsóknarflokkurinn telur mikilvægt að tryggja samkeppni á markaði, sérstaklega á smásölumarkaði og að á Íslandi sé gott framboð af heilnæmum og öruggum matvælum. Ekki bárust svör Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum.

Greinina í heild má lesa hér.