Kafli 7. Vísbending um hag Neytendasamtakanna

Heildartekjur og gjöld Neytendasamtakanna
Ath. Allar tölur í þúsundum króna 

Ár 1958 1959 1960 1961 1962 1963
Rekstrartekjur 106 143 193 217 230 444
Rekstrargjöld 106 143 213 244 235 364

 

Ár 1964 1965 1966 1967 1969 1970
Rekstrartekjur 452 547 733 1.070 511 1.413
Rekstrargjöld 446 488 709 1.517 665 1.544

 

Ár 1971 1973 1974 1975 1976 1982
Rekstrartekjur 1.503 2.507 2.244 3.045 4.227 593
Rekstrargjöld 1.513 1.909 2.679 1.977 3.225 528

 

Ár 1983 1984 1986/87 1988/89 1989/90
Rekstrartekjur 925 2.408 4.967 7.909 14.015
Rekstrargjöld 767 2.762 4.386 7.972 16.982

 

Ár 1990/91 1991/92 1992/93 1993/94 1994/95 1996
Rekstrartekjur 20.259 22.233 38.857 52.103 48.840 41.174
Rekstrargjöld 16.735 22.121 38.660 48.840 52.103 43.885

 

Ár 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Rekstrartekjur 39.281 43.200 41.464 45.715 47.618 53.920
Rekstrargjöld 43.217 41.599 36.437 52.527 51.401 49.581

 

Fram til ársins 1963 vann Sveinn Ásgeirsson fyrir Neytendasamtökin sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og laun hans töldust ekki til útgjalda eða tekna samtakanna þótt í reynd væru þau styrkur borgarinnar til þeirra. Árið 1963 var fyrirkomulaginu breytt eins og sjá má á reikningum. Árið 1968 vantar, þá fóru gögn til lögreglu og hafa þau ekki verið aðgengileg.  Einnig vantar skjöl um árið 1985 og 1977 til 1981. Árið 1984 var reikningsári Neytendasamtakanna breytt úr almanaksári í reikningsárið 1. september til 31. ágúst næsta ár. Árið 1984 sýnir því aðeins reikningana fyrstu átta mánuði ársins. Þessu var breytt 1995 og almanaksárið látið gilda, árið 1994/95 er því 16 mánuðir. Einnig ber að taka tillit til myntbreytingar sem varð árið 1981.

Heimild: Ársreikningar Neytendasamtakanna