Katrín Þorvaldsdóttir

Katrín Þorvaldsdóttir

Ég hef haft áhuga á neytendamálum í 40 ár, sérstaklega þó því sem viðkemur matvælum, íblöndunarefnum þeirra, hreinleika matvæla og síðast en ekki sízt tollamálum. Ég stundaði nám í alþjóðaviðskiptum í Frakklandi, þar sem ég bjó lengi og neytendavernd er mjög sterk. Eftir að ég flutti aftur til Íslands hef ég starfað við útflutning sjávarafurða og kynnst matvælageiranum nokkuð vel í gegnum starf mitt.
Önnur hugðarefni mín eru t.d. ferðalög, þjóðmál og dýravernd, en ég átti þátt í að endurvekja Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga og sit þar í stjórn. Ég býð mig fram til stjórnar Neytendasamtakanna fyrir tímabilið 2016 - 2018, þar sem mig langar til að leggja betur hönd á plóg og er sannfærð um að reynsla mín gæti komið félaginu að gagni.