Könnun á leiguverði (febrúar 2011)

Lítið kannaður markaður en mikilvægar upplýsingar

Upplýsingar um raunverulegt húsaleiguverð eru mjög takmarkaðar og lítt aðgengilegar almenningi. Neytendasamtökin ákváðu því að standa fyrir könnun á húsaleiguverði með því að kalla eftir upplýsingum frá leigjendum sjálfum. Þeirri vinnu er nú lokið og eru niðurstöðurnar kynntar í ítarlegri skýrslu samtakanna.

Dagana 11.-26. febrúar sl. stóðu Neytendasamtökin fyrir rafrænni könnun á leiguverði íbúðarhúsnæðis þar sem leigjendur voru beðnir um að svara nokkrum spurningum varðandi verð, staðsetningu og stærð húsnæðis. Viðbrögðin voru mjög góð og alls bárust 814 svör, þar af 682 frá leigjendum á höfuðborgarsvæðinu. Flestir þátttakendur, leigja þriggja herbergja íbúðir en einnig bárust mörg svör frá leigjendum tveggja og fjögurra herbergja íbúða. Flestir þátttakenda leigja í hverfi 101 Reykjavík en einnig var góð þátttaka frá leigjendum í Kópavogi og í hverfi 105.

Á eftirfarandi töflu má sjá upplýsingar um leiguverð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni:

 

Meðal- 
stærð

Meðal- 
verð

Miðgildis-

verð

Meðalverð
á m2

Herbergi

26,4m2

55.583

44.500

2.104

Tveggja herbergja

60 m2

91.813

90.000

1.530

Þriggja
herbergja

87,3m2

118.458

120.000

1.356

Fjögurra herbergja

116,2m2

136.808

139.312

1.178

Það vekur athygli hve mikill munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni og leiguverði samkvæmt reiknivél fyrir neysluviðmið velferðarráðuneytisins. Vissulega lá alltaf fyrir að tölurnar sem fram koma í neysluviðmiðinu væru á margan hátt gallaðar og fælu einungis í sér gróf viðmið, en hins vegar kemur örlítið á óvart að munnurinn skuli vera svo mikill sem raun ber vitni. 

Höfuðborgarsvæðið

Verð á mskv. 
neysluviðmiði

Verð á mskv. 
leigukönnun

Munur á 
fermetraverði 
í prósentum

Dæmigerð 
71 m2 íbúð

978

1.512

54,6%

Dæmigerð 
138 m2 íbúð

591

1.148

94,4%

Dæmigerð 
202 m2 íbúð

461

963

108,9%

Þá kom í ljós að raunverulegt leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt könnuninni er einnig talsvert hærra en uppgefið leiguverð í neysluviðmiði velferðarráðuneytisins.

Í ítarlegri skýrslu um niðurstöður könnunarinnar er meðal annars að finna greinargóðar upplýsingar um leiguverð almennt auk tölfræðigreiningar á upplýsingum úr könnuninni, en niðurstöðum er m.a. skipt niður eftir landshlutum og póstnúmerum.

Hér er skýrslan: Leiguverð (PDF)