Kvartaðu skriflega

Þriðjudagur, 7. desember 2010

 

Mikilvægt að geta sannað hvað fer fram í samskiptum við seljendur.

Mjög algengt er að leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunni berist mál þar sem neytandinn á að vísu rétt en erfitt getur verið að sanna hann. Atvik eru þá þannig að kvörtun hefur átt sér stað í síma og búið er að gleyma nafni viðmælanda og hvenær símalið fór fram. Þá er mjög erfitt að sanna eftir á hvað fer fram í símtali.

Til að draga úr sönnunarerfiðleikum eru neytendur því hvattir til að senda kvörtun frekar í tölvupósti sé þess nokkur kostur. Þá er auðvelt að sýna fram á hvenær var kvartað, hvað kom fram í kvörtuninni, hver tók við henni o.s.frv.

Oft vill fólk frekar tala við viðkomandi og er það eðlilegt og reynist oft vel, en þá er sjálfsagt að senda líka tölvupóst til að fylgja símtalinu eða heimsókninni eftir.