Kvörtunarfrestur

Föstudagur, 3. október 2008

 

Er hægt að kvarta í fimm ár frá afhendingu vegna galla á vöru?

Í sumum tilvikum, þ.e. ef endingartími vöru er verulega lengri en á við um almennar vörur getur neytandi kvartað vegna galla í fimm ár frá afhendingu. Í lögum er ekki tekið fram um hvers konar hluti getur verið að ræða en kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur komist að þeirri niðurstöðu að reglan geti átt við um hluti eins og sófasett, ísskápa, tölvur og uppþvottavélar. Þá má gera ráð fyrir að reglan eigi við um bíla, þvottavélar, sjónvörp, eldavélar o.s.frv.