Leigjendaaðstoðin

              

Neytendasamtökin reka sérstaka leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið. Þjónustan er leigjendum að kostnaðarlausu.

Símatími er frá 12:30-15:00 á Þriðjudögum og fimmtudögum.

Hjá leigjendaaðstoð NS er hægt að fá upplýsingar og ráðleggingar (einnig eru leigjendur hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem aðgengilegar eru hér á síðunni).

Ef leigusali og leigutaki ná svo ekki samkomulagi um ágreiningsefni sín er hægt að leita til kærunefndar húsamála.

 

Athugið.

Nú hafa verið samþykktar af Alþingi breytingar á húsaleigulögum. Lögin munu gilda um þá samninga sem gerðir voru eftir 22. júní 2016 en einnig er aðilum frjálst að semja svo um að breytingarnar gildi einnig um samninga sem undirritaðir voru fyrir þann tíma. Eldri lög munu gilda um eldri samninga. Hér að finna lista yfir þau atriði húsaleigulaga sem hafa tekið breytingum.