LEIGUKÖNNUN – aðstoð frá leigjendum!

Föstudagur, 11. febrúar 2011 - 14:45

 

Neytendasamtökin hafa lengi furðað sig á því að ekki virðast til neinar ábyggilegar upplýsingar um leiguverð á íbúðarhúsnæði.

Samtökin hafa því ákveðið að gera könnun á húsaleigu. Án upplýsinga frá leigjendum sjálfum er þó ómögulegt að vinna slíka könnun. Neytendasamtökin óska því eftir upplýsingum frá sem flestum leigjendum svo könnunin gefi rétta mynd af þessum ógagnsæja markaði.

Hægt er að taka þátt í örstuttri rafrænni könnun. Hugnist fólki ekki að taka þátt í netkönnuninni er einnig hægt að hafa samband við skrifstofu Neytendasamtakanna símleiðis í s. 5451200, í tölvupósti á netfangið hh@ns.is eða með því að senda umbeðnar upplýsingar á skrifstofu samtakanna Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. Enn fremur er hægt að senda skilaboð gegnum heimasíðuna.  

Upplýsingar sem þurfa að koma fram:

1. Í hvaða póstnúmeri leigir þú?
2. Hvað er íbúðin mörg herbergi (stofur og svefnherbergi)?
3. Hvað er íbúðin margir fermetrar (upplýsingar um það eiga að koma fram í leigusamningi)?
4. Hvað greiddir þú í leigu 1. febrúar 2011? (átt er við leigu samkvæmt samningi með hugsanlegum vísitöluhækkunum, en ekki á að taka með í reikninginn frádrátt vegna húsaleigubóta o.s.frv., sé hússjóður, hiti eða annað slíkt innfalið í leigugjaldi ætti að taka það fram en ekki þarf að sundurgreina þann kostnað sérstaklega)?
5. Hver er leigusali, þ.e. einstaklingur eða félag og ef félag, þá hvaða félag (ekki er óskað eftir nöfnum einstaklinga sem eru leigusalar)?

Engar persónugreinanlegar upplýsingar munu verða gefnar upp í niðurstöðum og nöfn svarenda munu hvergi koma fram.

Neytendasamtökin vonast eftir þátttöku sem flestra – án þess er svona könnun ekki möguleg!