Mál 01/2008

Tag: : 

Ár álits: 

2008

Númer álits: 

01

Aðilar gerðu með sér samning sem skyldi vera tímabundinn fyrstu sex mánuðina en eftir það ótímabundinn og uppsegjanlegur með tveggja mánaða fyrirvara. Leigusali sendi leigjendum svo bréf þar sem samningnum var sagt upp með 60 daga fyrirvara. Leigjendur rýmdu eignina 30. janúar 2008, en frágangi hennar og tæmingu geymslu lauk nokkrum dögum síðar. Ágreiningur var með aðilum um það hvort uppsögnin hefði verið lögmæt og eins um það hvort leigjendum væri skylt að greiða leigu vegna 1-12. febrúar 2008. Kærunefndin leit til þess að umsaminn tveggja mánaða uppsagnarfrestur færi í bága við lögin og að þar af leiðandi hefði uppsögnin verið ólögmæt. Þar sem leigjandi bar því þó ekki við heldur tæmdi íbúðina var það þó álit nefndarinnar að leigjendum bæri að greiða leigu allt til skila húsnæðisins, þ.e. til 12 febrúar.

Mál 1/2008