Mál 01/2010

Tag: : 

Ár álits: 

2010

Númer álits: 

01

Gerður var tímabundinn samningur frá 25. nóvember 2008 til 31. ágúst 2009. Leigjandinn bjó þó í íbúðinni til 25. október 2009, gegn greiðslu leigu fyrir september og október.  Á þessum tveimur mánuðum voru svo viðræður milli aðila um það hvort leigusamningi yrði framlengt. Ekki var gengið frá neinum skriflegum samningi þess efnis en leigusali hélt því fram að það hefði orðið samkomulag um að leigjandinn væri í íbúðinni a.m.k. til 1. desember. Leigusali neitaði því að endurgreiða tryggingarfé þar sem hann hefði orðið af leigutekjum vegna nóvembermánaðar. Nefndin vísaði til þess að samkvæmt húsaleigulögum gætu aðilar krafist þess að samningur framlengdist ef leigjandi héldi áfram að búa í eigninni í tvo mánuði frá lokum samnings. Í þessu tilviki hefðu tveir mánuðir hins vegar ekki liðið og ekki væri sannað að aðilar hefðu gert samning um áframhaldandi leigu. Var leigusala því gert að endurgreiða leigjanda tryggingarféð.

Mál 1/2010