Mál 02/2007

Tag: : 

Ár álits: 

2007

Númer álits: 

02

Um var að ræða ótímabundinn leigusamning, og var deilt um það hvort leigjendum hafi verið heimilt að segja samningnum upp með minna en sex mánaða fyrirvara og eins var deilt um hvort leigjendum bæri að bæta fyrir skemmdir á húsnæðinu. Þegar um ár var liðið af leigutímanum tilkynntu leigjendur að þeir hygðust flytja út um næstu mánaðamót og vildu ekki greiða leigu eftir þann tíma. Ekki var talið að leigjendum væri heimil slík uppsögn og var þeim gert að greiða leigu í sex mánuði frá uppsögn. Hvað skemmdirnar varðaði, þá lá fyrir að úttekt hafði ekki farið fram á húsnæðinu við upphaf leigutíma. Hins vegar viðurkenndu leigjendurnir að hafa valdið skemmdum á eldavél og sófaborði og var þeim gert að greiða bætur vegna þess, en ekki var tekin afstaða til annarra skemmda sem leigusali vildi meina að væru á húsnæðinu.

Mál 2/2007