Mál 02/2010

Tag: : 

Ár álits: 

2010

Númer álits: 

02

Gerður var leigusamningur til eins árs. Stuttu eftir að flutt var í húsnæðið fóru leigjendur að finna fyrir kláða og útbrotum og þurfti að leita læknisaðstoðar vegna þessa. Í ljós kom að veggjalús, sem erfitt er að útrýma, var í íbúðinni, og að eitrunarferlið tæki nokkurn tíma. Starfsmenn heilbrigðisnefndar skoðuðu íbúðina og að mati þeirra uppfyllti íbúðin ekki kröfur um hollustuhætti meðan veggjalús fyndist í henni. Það var álit kærunefndarinnar að líta yrði svo á sem lúsin hefði verið til staðar þegar í upphafi leigutíma og að hið leigða húsnæði hefði því verið óíbúðarhæft frá upphafi og samningur aðila því fallinn úr gildi. Var leigusala því gert að endurgreiða tryggingarfé og leigu vegna þess tíma sem fjölskyldan dvaldi í eigninni.

Mál 2/2010