Mál 02/2011

Tag: : 

Ár álits: 

2011

Númer álits: 

02

Deilt var um hvort leigusala hefði verið heimilt að rifta samningi, en það gerði hann á grundvelli slæmrar umgengni leigjanda, en leigjandi taldi riftunina ekki hafa farið fram með réttum hætti. Leigusali hafði sent leigjanda viðvörun dags. 14. maí og 16. ágúst 2010, en riftun lýsti hann svo yfir með bréfi dags. 21. desember. Leigjandi taldi að skylt hefði verið að lýsa yfir riftun innan tveggja mánaða frá því seinni aðvörunin var send en nefndin féllst ekki á það. Í málinu lá enda fyrir fjöldi gagna um slæma umgengni og vanþrif, m.a. vottorð heilbrigðiseftirlits dags. 23. nóvember 2010. Nefndin taldi rétt að miða við að tveggja mánaða fresturinn byrjaði að líða þegar síðast var brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga, og hefði því ekki verið liðinn, enda vottorð heilbrigðiseftirlitsins dagsett 23. nóvember. Var því riftunin talin heimil.

Mál 2/2011